Author: Steinn Stefánsson.

Steinn Stefánsson.

Date of birth: 11.júlí 1908
Date of death: 1. ágúst 1991
Website:

Steinn fæddist á Kálfafelli í Suðursveit og ólst þar upp. Lærði ungur orgelleik af móður sinni en var seinna í læri hjá Sigurði Þórðarsyni og Róbert A. Ottóssyni. Steinn kenndi ungur á Djúpavogi en lauk námi frá Kennaraskólanum vorið 1931 og fór austur til Seyðisfjarðar. Þar varð hann kennari um haustið og skólastjóri 1946. Gegndi því starfi til ársins 1975 er hann fluttist til Reykjavíkur.
Steinn söng með karlakórnum Braga á Seyðisfirði en hóf að stjórna blönduðum kór þar lýðveldisárið. Upp úr því var stofnaður samkórinn Bjarmi sem starfaði óslitið fram á síldarárin á 7. áratugnum en slitrótt eftir það. Steinn samdi lög í hjáverkum og 1976 komu út 12 sönglög. Á 9. áratugnum komu svo út fleiri lög í bókinni Fjölskyldusöngvar. Hann stjórnaði barnakórum í skólanum frá upphafi kennsluferilsins og var kirkjuorganisti Seyðfirðinga um 20 ára skeið ásamt því að stjórna kirkjukórnum. Þá sat Steinn í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn í 16 ár. Steinn var mikill skólamaður en tónlistin átti þó ávalt ríkan sess í huga hans. Síðustu árin var hann óþreytandi að stjórna og leika undir fjöldasöng á hinum ýmsu skemmtunum aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Á Reykjavíkurárunum tók Steinn saman Skólasögu Seyðisfjarðar, umfangsmikið rit sem rekur þá sögu frá upphafi á 9. áratug 19. aldar. Það var Grímur Helgason bókavörður sem safnaði myndum í skólasöguna. Steinn giftist 17. maí 1937 Arnþrúði Ingólfsdóttur frá Vakurssstöðum í Vopnafirði. Þau eignuðust 5 börn. Arnþrúður lést í blóma lífsins árið 1964. Börn þeirra eru:
Heimir prestur og útvarpsstjóri, f. 1937, d. 2000.
Iðunn rithöfundur, f. 1940.
Kristín rithöfundur, f. 1946.
Ingólfur ritstjóri og tónlistarmaður, f. 1951.
Stefán læknir, f. 1958.


More Authors

Mary Geraldine Guinness Taylor

Mary Geraldine Guinness Taylor

**Mary Geraldine Taylor**, nee Guinness (born 1865 in Liverpool, Lancashire, England; died 1949), was a British Protestant Christian missionary to China, and author of many missionary biographies regarding the history of the *China Inland Mission* (later *Overseas Missionary Fellowship*, now *OMF In...

 
Top Articles
 
Get Connected
 
Popular Reviews